Hafa samband

Spurt & svarað

Máltíðir
 • Fæ ég máltíðirnar frosnar?

  Nei, Máltíðirnar þínar eru alltaf eldaðar, snögg kældar og sendar til þín ferskar. Aldrei frosnar!

 • Þarf ég að elda sjálf/ur?

  Nei, svo sannarlega ekki! Við eldum allar máltíðirnar og sendum til þín. Eina sem þú þarft að gera er að hita máltíðina upp og njóta!

 • Hvernig hita ég upp máltíðirnar?

  Þú getur annaðhvort sett boxið inní örbylgjuofn eða sett í annað ílát og inní ofn.

 • Ef ég er með ofnæmi/óþol, hvað geri ég þá?

  Allar máltíðar hafa ofnæmisvalda á síðuni. Ef þú myndir vilja sleppa einhverju sérstöku hráefni geturðu skrifað athugasemd á greiðslusíðu.

 • Hvar eru máltíðirnar framleiddar?

  Þær eru framleiddar í hágæða, sér gerðu eldhúsinu okkar í Hlíðarsmára, Kópavogi. Afbragðskokkarnir okkar eru þar að elda af ástríðu.

 • Hversu lengi endast máltíðirnar?

  Þær endast í 5-6 daga í kæli og þurfa máltíðirnar að fara beint í kæli eftir afhendingu. Þær endast upp að 6-8 vikum í frysti, við mælum við með að setja hluta máltíða í frysti ef þú vilt halda ferskleika og gæðum til lengri tíma.

 • Hvað dugar ein máltíð fyrir marga?

  Máltíðin er hugsuð fyrir eina manneskju. En "sharing is caring" og allt það :)

Pantanir
 • Hvenar þarf ég að vera búinn að panta?

  Til að fá máltíðirnar þínar á Mánudögum, þarftu að vera búinn að panta fyrir 23:59, föstudagskvöld, til að fá pantanir á Miðvikudögum þarftu að vera búinn að panta fyrir 23:59 Sunnudagskvöld og til að fá pantanir á Föstudögum þarftu að vera búinn að panta fyrir 23:59 Þriðjudagskvöld.

 • Er hægt að panta í gegnum síma?

  Nei, því miður. Það er bara hægt að panta í gegnum heimasíðuna okkar.

 • Hvernig panta ég?

  Það er auðvelt! Þú velur þér annaðhvort pakka eða einstakar máltíðir Velur milli 3 stærða sem eru í boði, Skera niður, viðhalda eða stækka Velur á milli áskrift og eitt skipti og við sjáum um rest!

Sendingar
 • Hvenar er keyrt út?

  Afhendingardagar eru Mánudagar, Miðvikudagar og Föstudagar. Afhendingartími innan höfuðborgarsvæðis, er milli 16:00-21:00 Afhendingartími utan höfuðborgarsvæðis, er ????

 • Get ég valið fleiri en einn sendingardag?

  Ef þú villt skipta niður pöntunini þinni sendu okkur skilaboð á info(at)preppup.is

 • Ef pakkin kemur skemmdur til mín?

  Taktu mynd og sendu okkur á info(at)preppup.is strax við afhendingu.

 • Þarf ég að vera heima til að taka á móti sendinguni?

  Nei, en ef þú villt að við skiljum pakkann eftir þarftu að taka það framm hvar væri öruggt að skilja pakkann eftir. Hvort sem það er hjá nágranna, í bílskúrnum eða fyrir utan hurðina.

 • Hvert á land sendi þið?

  Við sendum allstaðar á höfuðborgarsvæðinu. Suðurnes og Þorlákshöfn, Hveragerði, Stokkseyri, Eyrabakka og Selfoss

Greiðslur & áskriftir
 • Er binding á áskriftarleiðinni?

  Nei, þú getur sagt upp áskriftinni þinni hvenar sem þér henntar.

 • Hvernig hætti ég í áskrift?

  Það er auðvelt, Til að hætta eða setja áskriftina á bið ferðu inna þínar síður og ýtir á valmöguleikan hætta í áskrift. Ef greiðsla hefur verið skuldfærð, fæst hún ekki endurgreidd.

Preppup
 • Hvað er Preppup?

  Við erum fyrirtæki sem "preppar" hollan og næringarríkan mat fyrir einstaklinga til að taka með sér útí daginn.

 • Er Preppup fyrir mig?

  Preppup hentar öllum þeim sem vilja huga að góðri næringu og vellíðan, spara sér allar þessar tímafreknu búðarferðir, spara sér tímann sem fer í að leggja á borð, elda mat og þrifin sem því fylgir. Hvort sem þú stundar vinnu eða skóla, ert afreks íþróttamanneskja eða finnst bara gaman að hreyfa þig, eða þig langar bara að borða hollt. Þá er Preppup fyrir þig! Hentar öllum aldurshópum.

Annað
 • Hvar sæki ég um spons/íþrottastyrk?

  Þú getur sent okkur email á info(at)preppup.is með öllum helstu upplýsingum og hvað þig langar að koma á framfæri

 • Eru boxin endurvinnanleg?

  Þú getur hent boxunum annaðhvort í grenndargáma eða þar til gerðar tunnur. Það fer eftir því í hvaða sveitafélagi þú býrð í hvaða tunnu má henda plasti, en hjá sumum er það í bláu tunnuna á meðan í öðrum er það í þá grænu. Eða þú getur skilað boxunum til okkar og við sjáum um að endurvinna boxin. Það er líka ekkert sem bannar þér að nota þau oftar en einu sinni!